TikTok og Stef

STEF gerir samning við TikTok

STEF hefur nú loksins gert samning við TikTok vegna íslenskrar tónlistar. Samningurinn er gerður af Polaris Hub f.h. STEFs og fleiri norrænna höfundaréttarsamtaka.

Með þessu fá meðlimir STEFs einn tekjustraum til viðbótar af streymi. Samningurinn er afturvirkur að því leyti að STEF fær greitt vegna notkunar TikTok á tónlist frá og með þeim tíma sem streymisveitan hóf rekstur. Samkvæmt rannsókn Polaris hefur TikTok vaxið hratt undanfarin tvö ár á Norðurlöndunum og í Noregi segi þannig 30% ungmenna á aldrinum 12 til 17 ára að þau hafi síðast uppgötvað lög sem þeim líkaði við á TikTok.

TikTok notar fyrst og fremst ISRC kóða til að þekkja þau lög sem streymt er á veitunni og er því mikilvægt að minna höfunda á að skrá ISRC kóða á þeim hljóðritum sem til eru af verkum sínum, þegar verk eru skráð hjá STEFi.

Scroll to Top